Rekstur Hvalasafnsins gekk vel á árinu 2017

Rekstur Hvalasafnsins gekk vel á árinu 2017 en ţađ kom fram á ársfundi ţess sem fór fram 8. mars 2018.

Rekstur Hvalasafnsins gekk vel á árinu 2017
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 170 - Athugasemdir (0)

Rekstur Hvalasafnsins gekk vel á árinu 2017 en ţađ kom fram á ársfundi ţess sem fór fram 8. mars 2018.

Framkvćmdastjóri flutti skýrslu um starfsemi safnsins á árinu 2017.  Ţar kom fram ađ starfsemin gekk heilt yfir vel á árinu. Safnastarfsemin var fjölbreytt og bar hćst opnun á nýrri sýningu um sögu hvalveiđa og hvalaskođunar í október 2017. 

Árlega Hvalaráđstefnan fór fram í lok júní og tókst vel. Hvalaskólinn starfađi ađ venju og heimsóttu krakkar úr Borgarhólsskóla og frá leikskólanum Grćnuvöllum Hvalasafniđ og unnu verkefni af ţví tilefni. Ýmislegt annađ bar á góma í starfsemi safnsins, t.d. ýmsir fundir og heimsókn sendiherra Bankaríkjanna og loks fór starfsfólk safnsins í tvćr kynnisferđir erlendis á árinu.

Viđhald og framkvćmdir
Í upphafi árs 2017 var hafist handa viđ ađ steypa nýtt gólf og endurnýja lagnir í kjallara safnsins vegna vatnsleka.  Verkiđ reyndist umfangsmikiđ og ţurfti ađ steypa sérstakan styrktarvegg viđ burđarvegg vegna vatnsskemdanna. Í júnímánuđi seldi Hvalasafniđ hluta jarđhćđar safnsins til Steinsteypis ehf ađ undangenginni auglýsingu.  Um er ađ rćđa laus rými sem áđur hýstu frystigeymslur.  Í ljós kom viđ niđurrif á einangrun á ţessum hluta hússins ađ burđurinn í húsinu var lítill.  Ţađ ţýddi ađ eigendur hússins, Hvalasafniđ og Steinsteypir, tóku höndum saman og fjármögnuđu miklar steypustyrkingar á húsinu í hlutfalli viđ eignarhlut hvors ađila. Ţessi vinna var unniđ eftir ráđgjöf frá Mannvit.

Tvćr viđbyggingar viđ Hvalasafniđ sem snéru til norđurs voru rifnar undir lok árs 2017 enda var ástand ţeirra slćmt.  Ţessar viđbyggingar eru stađsettar á framtíđarbyggingarreit í eigu Hvalasafnsins. Til stendur ađ ganga frá ţessari lóđ til norđurs og verđur hún nýtt sem bílastćđi og ađkeyrsla ađ geymslum safnsins ađ norđanverđu.


Afkoma og gestafjöldi
Ađsókn á safniđ var góđ á árinu og var áţekk frá árinu áđur og voru ţeir ríflega 34.000.  Rekstur Hvalasafnsins gekk vel á árinu 2017.  Tekjur námu ríflega 75 m.kr og hagnađur ársins nam 10,7 m.kr.  Til samanburđar nam hagnađur ársins 2016 um 8 m.kr.  Eigiđ fé Hvalasafnsins hefur aukist á síđustu árum og nam í árslok 2017 um 90 m.kr. Hér má sjá afrit af ársreikningi 2017.


Stjórn kjörin
Stjórn Hvalasafnsins var á ársfundinum kjörin fyrir áriđ 2018. Samkvćmt samţykktum Hvalasafniđ skulu Menningarmiđstöđ Ţingeyinga, Norđurţing, Húsavíkurstofa og Rannsóknarstofnanir í Ţingeyjarsýslum skipa fulltrúa í stjórn.  Eftirtaldir skipa stjórnina fyrir áriđ 2018:
Ţorkell Lindberg Ţórarinsson, formađur
Heiđar Hrafn Halldórsson
Sif Jóhannesdóttir
Jónas Einarsson


640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744