Rein og knattspyrnudeild Völsungs skrifa undir samstarfssamning

Trésmiðjan Rein og Völsungur hafa skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning sem gildir til næstu tveggja ára.

Sigmar Stefánsson. Lj.Völsungur
Sigmar Stefánsson. Lj.Völsungur

Trésmiðjan Rein og Völsungur hafa skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning sem gildir til næstu tveggja ára. 

Rein hefur verið einn öflugasta samstarfsaðili deildarinnar mörg undanfarin ár og mun það góða samstarf halda áfram.

Í tilkynningu segir að Rein verði með auglýsingu framan á búningum meistaraflokks kvenna ásamt því að vera með auglýsingu á ferðapeysum meistaraflokka í knattspyrnu.

„Það hefur verið ánægjulegt að fá að kynnast og koma að því öfluga starfi sem fer fram innan Völsungs síðustu ár. Samstarfið við meistaraflokk hefur gengið vel og reiknum við með að það verði engin breyting á því“ segir Sigmar Stefánsson framkvæmdastjóri Rein.

Það er mikil ánægja innan raða knattspyrnudeildar Völsungs með áframhaldandi samstarf sem hefur verið mjög farsælt undanfarin ár.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Sigmar kampakátann í nýja búningnum frá Puma á skrifstofu sinni á Rein.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744