Rannsaka hljóð steypireyða á Skjálfanda

Eins og margir hafa eflaust tekið eftir hafa nokkrar skútur sett svip sinn á höfnina á Húsavík undanfarið

Rannsaka hljóð steypireyða á Skjálfanda
Almennt - - Lestrar 226

Skútur í höfn.
Skútur í höfn.

Eins og margir hafa eflaust tekið eftir hafa nokkrar skútur sett svip sinn á höfnina á Húsavík undarfarið.

Þær hafa tekiðð þátt í stóru verkefni sem farið hefur fram í Skjálfanda síðustu vikur en það er rannsókn á hljóðum steypireyða með tilliti til umhverfishljóða.

Að sögn Huldar Hafliðadóttur er verkefnið samstarfsverkefni Rannsóknasetur Háskóla Íslands, Institute for Terrestrial and Aquatic Wildlife Research (ITAW) og University of Veterinary Medicine í Hannover og eru hér yfir 10 vísindamenn að störfum á þremur seglbátum.

Bátarnir koma frá Belgíu, Danmörku og Akureyri. Verkefnið er fjármagnað frá Þýskalandi og nú í sumar er um 30.000 evrum eða 4,4 milljónum króna ráðstafað í verkefnið. Verkefninu lýkur í dag, 4. júlí.  

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744