Rákust á hvítabjörn í Smugunni

Í morgun fékk 640.is sendingu frá Bjarka Helgasyni skipverja á frystitogaranum Brimnesi RE sem staddur er við veiðar í Smugunni.

Rákust á hvítabjörn í Smugunni
Almennt - - Lestrar 1693

Hvítabjörninn sem Bjarki og félaga sáu.
Hvítabjörninn sem Bjarki og félaga sáu.

Í morgun fékk 640.is sendingu frá Bjarka Helgasyni skipverja á frystitogaranum Brimnesi RE sem staddur er við veiðar í Smugunni.

 

 

Í gærmorgun þegar Brimnesið var að koma í Smuguna sáu skipverjar Hvítabjörn á ísnum en Bjarki segir svo frá í skeytinu sem hann sendi:

 

Við sigldum framá ísbjörn rétt áður en við renndum inn í Smuguna í gærmorgunn. Bangsi gekk lengi þvert fyrir skipið svo við máttum beygja frá honum, greinlegt að hann hefur ekki kynnst svona farartæki á lífsleiðinni. Það var Ólafur Sveinn Ásgeirsson frá Felli við Skagaströnd sem kom auga á björninn og Hjalti Magnússon frá Bakka í Skagahreppi hinum forna tók myndirnar. Ekki nema von að allir ísbirnir sem ganga á land koma á Skagann.

 
Hér í Smugunni má finna nokkra Húara á öðrum skipum , Eiríkur stýssa er skipstjóri. á Ontiku og svo eru þeir (að ég held) Matti Leifs og Emil Kári á Remö Viking.

Svo mörg voru þau orð og þakkar 640.is Bjarka fyrir sendinguna. 

Hvítabjörninn virtist með öllu ókunnur stórum togurum að sögn Bjarka.

Ljósmyndirnar tók eins og áður segir Hjalti Magnússon frá Bakka í Skagahreppi hinum forna.


  

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744