Plokkuðu í suðurfjörunni

Þegar norska skemmtiferðaskipið Spitzbergen lá í höfn á Húsavík um sl. helgi skipulögðu starfsmenn þess ruslatínslu á sunnudeginum.

Plokkuðu í suðurfjörunni
Almennt - - Lestrar 360

Að loknu plokki. Lj. Camille Seaman.
Að loknu plokki. Lj. Camille Seaman.

Þegar norska skemmtiferðaskipið Spitzbergen lá í höfn á Húsavík um sl. helgi skipulögðu starfsmenn þess ruslatínslu á sunnudeginum.

Sam­kvæmt Fésbókarsíðu skips­ins fylltu skip­verj­ar og farþegar marga poka af plastrusli en svæðið sem þau fóru um og hreinsuðu var við Suðurgarðinn og í fjörunni þar sunnan við.

Þetta var fjölþjóðlegur hópur og höfðu sumir farþegana hætt við skoðunarferð um morguninn til að geta tekið þátt. 

Þrátt fyrir að ekki sé langt síðan hreinsunardagur var á Húsavík safnaðist saman talsvert af rusli sem hafnarvörður tók að sér að koma í sorpmóttökuna í Víðimóum.

Meðfylgjandi myndir eru af Fésbókarsíðu skipsins og fékk 640.is leyfi til að birta þær en ljósmyndarinn heitir Camille Seaman.

Myndinina af skipinu sjálfu tók Gaukur Hjartarson.

Spitsbergen

Spitsbergen

Spitsbergen

Spitsbergen

Spitsbergen

Spitsbergen

Spitsbergen

Spitsbergen

Spitsbergen

Spitsbergen

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744