PCC harmar líkamsárás í vinnubúðum á Bakka

PCC BakkiSilicon hef­ur sent frá sér tilkynningu þar sem fyrirtæki harm­ar lík­ams­árás sem átti sér stað í vinnu­búðunum á Bakka 3. nóv­em­ber

PCC harmar líkamsárás í vinnubúðum á Bakka
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 370

PCC BakkiSilicon hef­ur sent frá sér tilkynningu þar sem fyrirtækið  harm­ar lík­ams­árás sem átti sér stað í vinnu­búðunum á Bakka 3. nóv­em­ber síðastliðinn.

Í tilkynningunni segir:

PCC harmar þann atburð sem átti sér stað í vinnubúðum á Bakka þann 03.11 sl. Þar átti sér stað líkamsárás á milli tveggja manna sem starfa sem verktakar fyrir PCC. PCC er með marga starfsmenn sem og verktaka við vinnu hjá fyrirtækinu. 

Almennt leitast PCC ekki við að hlutast til um einkalíf starfsmanna sinna né annarra verktaka sem vinna fyrir fyrirtækið. PCC lítur á vinnubúðirnar sem heimili þeirra sem þar dvelja. Dvöl þar fylgir skuldbinding við almennar umgengnisreglur og óþarfi er að taka fram að atburðir eins og nú um ræðir fara langt út fyrir þær reglur. 

Dótturfyrirtæki PCC SE leigir þessar vinnubúðir vegna mikils skorts á íbúðarhúsnæði á svæðinu. Ljóst er að um bráðabirgðaúrræði er að ræða og PCC hefur lagt duglega af mörkum til uppbyggingar húsnæðis á svæðinu.

Ekki leikur vafi á að þeir alvarlegu atburðir sem áttu sér stað í vinnubúðunum um helgina feli í sér refsiverða háttsemi sem lögregla hefur brugðist við og komið í eðilegan farveg.

Vinuveitandi þeirra starfsmanna sem eiga hlut að máli hefur nú þegar gert ráðstafanir vegna málsins.
PCC mun ekki tjá sig frekar um málið þar sem rannsókn er í höndum lögreglunnar.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744