PCC BakkiSilikon – Gangsetning á ofni 1 áætluð upp úr miðri vikunni

"Verkinu hér á Bakka við Húsavík miðar vel áfram og öryggisúttektir og önnur vinna á svæðinu hefur gengið vel.

Kísilver PCC BakkaSilicon. Lj. Gaukur.
Kísilver PCC BakkaSilicon. Lj. Gaukur.

"Verkinu hér á Bakka við Húsavík miðar vel áfram og öryggisúttektir og önnur vinna á svæðinu hefur gengið vel. Við sjáum fram á að gangsetja Birtu (ofn 1) upp úr miðri næstu viku". Segir í frétt á heimasíðu PCC BakkaSilcon um helgina.

"Byrjað verður mjög rólega og ofninn keyrður upp hægt og stöðugt í nokkra daga án hráefna til að baka fóðringu ofnsins. Eftir það er byrjað að bæta hráefnum í ofninn og það er líka gert í litlum skrefum til að byrja með. Reikna má með að rúm vika líði frá því að byrjað er að hita ofninn þar til fyrsta kísilmálminum verður tappað af honum.

PCC BakkiSilicon leggur mikla áherslu á að umhverfismál séu í lagi og ónæði af uppkeyrslu kísilversins verði sem allra minnst fyrir nærsamfélagið. Á opnum fundi sem haldinn var á Húsavík 25 janúar síðastliðinn greindum við frá því að ekki væri unnt að kveikja á reykhreinsivirkinu fyrstu dagana til að verja búnað sem í því er. Við erum því ánægð að geta sagt frá því að við endurskoðun á þessu ferli hefur verið útfærð aðferð sem gerir okkur kleift að taka reykhreinsivirkið strax í notkun og minnka þannig umhverfisáhrif af uppkeyrslunni". Segir í fréttinni 

PCC BakkiSilicon hvetur áhugasama aðila til að fylgjast grannt með heimasíðunni fyrirtækisins www.pcc.is og facebooksíðu þess www.facebook.com/PCCBakkiSilicon/ þar sem þaðmun tilkynna endalega dagsetningu gangsetningar þegar hún er ljós og upplýsa reglulega um gang mála á meðan uppkeyrsluferlið er í gangi.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744