PCC BakkiSilikon býður gestum í heimsókn sunnudaginn 20. ágúst

PCC BakkiSilicon hf. býður Húsvíkingum og nærsveitungum í heimsókn á starfssvæði fyrirtækisins á Bakka við Húsavík sunnudaginn 20. ágúst.

PCC BakkiSilicon hf. býður Húsvíkingum og nærsveitungum í heimsókn á starfssvæði fyrirtækisins á Bakka við Húsavík sunnudaginn 20. ágúst.

Áhugasömum er boðið að kynna sér starfsemina frá kl. 13 til 17, spjalla við starfsfólk fyrirtækisins og þiggja léttar veitingar. Í mötuneyti á Bakka verða kynningar á vegum starfsfólks þar sem sagt verður frá því helsta í framleiðsluferlum verksmiðjunnar sem gert er ráð fyrir að hefji formlega starfsemi í desember.

Reglulegar rútuferðir frá Húsavík til Bakka, frá skrifstofu fyrirtækisins við Vallholtsveg, fyrsta rútuferð áætluð klukkan 12:45. ATHUGIÐ aðeins þeir sem koma með rútum fara á byggingarsvæðið í kynningarferð. 12 ára aldurstakmark verður í rúturnar en allir eru velkomnir á Bakka í kynningar og léttar veitingar. Mjög takmörkuð bílastæði er á svæðinu, svo við mælum með að allir sem geta komi með rútu.

Bakki


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744