PCC BakkiSilicon og Völsungur treysta samstarfið

Á afmælisdegi Völsungs þann 12. apríl sl. gerðu PCC BakkiSilicon og Íþróttafélagið Völsungur með sér samning um tveggja ára áframhaldandi samstarf.

PCC BakkiSilicon og Völsungur treysta samstarfið
Íþróttir - - Lestrar 637

Hafsteinn Viktorsson og Guðrún Kristinsdóttir.
Hafsteinn Viktorsson og Guðrún Kristinsdóttir.

Á afmælisdegi Völsungs þann 12. apríl sl. gerðu PCC BakkiSilicon og Íþróttafélagið Völsungur með sér samning um tveggja ára áframhaldandi samstarf.

Samningurinn felur í sér að PCC BakkiSilicon styrkir starf yngri flokkanna í knattspyrnu fjárhagslega.

Á móti verður fyrirtækið með auglýsingu framan á keppnisbúningum yngri flokka Völsungs líkt og síðast liðin tvö ár.

 Hafsteinn Viktorsson og Guðrún Kristinsdóttir.

Það voru þau Hafsteinn Viktorsson forstjóri PCC BakkiSilicon og Guðrún Kristinsdóttir formaður Völsungs sem skrifuðu undir samninginn við opnun afmælissýningar Völsungs í Safnahúsinu.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744