Öxarfjörður í sókn – nýr verkefnastjóri

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hefur ákveðið að ganga til samninga við Charlottu Englund í Birkifelli í Öxarfirði, eða Lottu, um ráðningu í starf

Öxarfjörður í sókn – nýr verkefnastjóri
Almennt - - Lestrar 538

Charlotta Englund.
Charlotta Englund.

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hefur ákveðið að ganga til samninga við Charlottu Englund í Birkifelli í Öxarfirði, eða Lottu, um ráðningu í starf verkefnastjóra Öxarfjarðar í sókn sem er eitt af verkefnum Brothættra byggða. 

Frá þessu er greint á heimasíðu AÞ en Lotta mun taka við starfinu af Bryndísi Sigurðardóttur sem ætlar aftur vestur á firði og taka þar við starfi sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps.

Lotta hefur komið víða við í námi og hefur undir beltinu kúrsa í þjóðfræði, náttúruvísindum, viðskiptafræði og ferðamálafræði ásamt því að hafa tekið námskeið í framleiðslu- og gæðastjórnun.

Hún hefur síðustu ár verið að byggja upp fyrirtækið Active North í Öxarfirði ásamt því að leiða grasrótarverkefni íbúa sem felst í að byggja undir hugmyndir um baðstað á svæðinu.

Áður hefur hún unnið hjá Vatnajökulsþjóðgarði m.a. sem yfirlandvörður og sérfræðingur og þar á undan var hún gæðastjóri hjá Fjallalambi. Hún hefur því fjölþætta reynslu þrátt fyrir ungan aldur og er vel kunnug svæðinu.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744