Ostabakki úr útidyrahurð

Árið 1960 var nýtt skólahús tekið í notkun á Húsavík og fluttu þá bæði Barna- og Gagnfræðaskólinn í húsnæðið sem nú er elsti hluti Borgarhólsskóla.

Ostabakki úr útidyrahurð
Almennt - - Lestrar 363

Ostabakkinn góði.
Ostabakkinn góði.

Árið 1960 var nýtt skólahús tekið í notkun á Húsavík og fluttu þá bæði Barna- og Gagnfræðaskólinn í húsnæðið sem nú er elsti hluti Borgarhólsskóla.

Á heimasíðu skólans segir í dag:

"Í upphafi skólaárs var skipt um útidyr og -hurð í innganginum frá Borgarhóli. Þar er nú rafknúin skynjarahurð í stað gömlu tréhurðarinnar sem við teljum að hafi verið síðan 1960.

Efni sem til féll fór á smíðavinnustofu á Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík og í dag fékk skólinn ostabakka að gjöf sem þeir Ingólfur Árnason og Stefán Kjartansson unnu úr hurðinni. Bakkinn er því 60 ára gamall. Við þökkum kærlega fyrir þess sögulegu gjöf".

Ljósmynd 640.is

Með því að smella á myndina er hægt að stækka hana og sjá betur hina nýju útidyr Borgarhólsskóla.



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744