Örstutt um sumarlestur

Nú er sumarið alveg að bresta á og skammt eftir af skólaárinu. Börn vilja helst vera úti að leika sér og þolinmæðin gagnvart því að sitja yfir námsbókunum

Örstutt um sumarlestur
Aðsent efni - - Lestrar 1031

Ingibjörg Sigurjónsdóttir.
Ingibjörg Sigurjónsdóttir.
Nú er sumarið alveg að bresta á og skammt eftir af skólaárinu. Börn vilja helst vera úti að leika sér og þolinmæðin gagnvart því að sitja yfir námsbókunum farin að þverra hjá mörgum. 
 
Mig langar til að hvetja foreldra til þess að huga áfram að lestri barna sinna í sumar. Það á ekki síst við um þau börn sem standa höllum fæti í lestri miðað við jafnaldra sína. 
 
Á meðan á skólaárinu stendur veitir skólinn bæði foreldrum og börnum ákveðið aðhald og hvatningu í lestri en hætta er á því að lestur vilji færast aftar í forgangsröðina þegar skóla lýkur. 
 
Hvetjum börnin okkar til að lesa og verum sjálf góðar fyrirmyndir með því að lesa sjálf. 


Að lokum langar mig að vísa hér í stutta grein um mikilvægi sumarlestrar. 

Sumarkveðja,

Ingibjörg Sigurjónsdóttir, sálfræðingur.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744