Orkugangan fór fram í blíđskaparveđri

Buch-Orkugangan var haldin sl. sunnudag 13. apríl sl. í blíđskaparveđri viđ hinar bestu brautarađstćđur.

Orkugangan fór fram í blíđskaparveđri
Íţróttir - - Lestrar 650

Orkugangan fór fram í blíđskaparveđri sl. sunnudag
Orkugangan fór fram í blíđskaparveđri sl. sunnudag

Buch-Orkugangan var haldin sl. sunnudag 13. apríl sl. í blíđskaparveđri viđ hinar bestu brautarađstćđur.

Keppendur í 60 km. göngunni voru rúmlega tuttugu og voru rćstir frá Leirhnjúki ofan viđ Kröflustöđ kl. 10.

Kristbjörn, Birkir og Gísli

Fyrstur í mark var Kristbjörn R. Sigurjónsson, Ísafirđi, á tímanum 3:06:17, annar var Gísli Einar Árnason frá Akureyri á tímanum 3:06:24 og ţriđji Birkir Ţór Stefánsson frá Ströndum á tímanum 3:06:54

Í flokki kvenna var Lisbeth Weltha frá Noregi fyrst í mark á tímanum 4:36:31, önnur var Ingunn Fjortoft, Noregi, á tímanum 04:48:28 og ţriđja Brynhildur Gísladóttir frá Húsavík á 5:25:24

Í styttri göngum, 25 km., 10 km. og 1 km. voru hátt í fjörtíu keppendur. 

Rásmark 25 km. göngu var viđ Ţeistareyki og í 10. km sunnan Höskuldsvatn.

Orkugangan

Fjallasýn Rúnars Óskarssonar sá um ađ flytja alla keppendur ađ rásmarki ţví vegna mikilla snjóalaga var vegurinn ófćr.

Fyrstur í 25 km. göngu var Arnar Guđmundsson, Húsavík, á tímanum 1:44:52. Í öđru sćti var Birkir Ţór Jónasson, Húsavík, á tímanum 02:06:38 og í ţriđja sćti var Ingvar Berg Dagbjartsson, Húsavík, á tímanum 02:18:12.

í 10 km. göngu var ţađ Sigurđur Helgi Ólafsson, Húsavík, á tímanum 00:46:52. Í öđru sćti var Bárđur Örn Birkisson á tímanum 01:07:49 og bróđir hans, Björn Hólm Birkisson varđ ţriđji á tímanum 01:10:06. Ţeir eru 14 ára og koma úr Kópavogi.

Guđrún Kristín Kristinsdóttir, Kópavogi, var fyrst kvenna í 25. km. göngunni á tímanum  02:27:33 en Guđrún er 14 ára ađ aldri. Í  öđru sćti var Linda Margrét Baldursdóttir, Húsavík,  á tímanum 02:52:17 og í ţriđja sćti Jónína Hermannsdóttir, Húsavík, á tímanum 02:56:36.

Í 10 km. göngunni var Guđný Katrín Kristinsdóttir, 12 ára úr Kópavogi, fyrst í mark á tímanum 00:53:42. Í öđru sćti var Sigríđur Drífa Ţórólfsdóttir, Hólmavík,á tímanum 00:53:42 og í ţriđja sćti Dagmar Kristjánsdóttir, Húsavík, á tímanum 01:03:28.

Hér má sjá öll úrslit í Orkugöngunni 2014.

Flottur hópur krakka tók svo ţátt í 1 km. göngunni.

Síđdegis var bođiđ til kjötsúpuveislu og verđlaunaafhendingar í Miđhvammi og voru allir mjög sáttir viđ góđan dag ţar sem allt hélst í hendur, veđur og brautarađstćđur.

Verđlaunagripir voru hannađir og unnir af Jónu Birnu Óskarsdóttur keramikhönnuđ og Arnhildi Pálmadóttur arkitekt á Húsavík.

Mótsstjórn Orkugöngunnar vill ţakka öllum ţátttakendum, sjálfbođaliđum og áhorfendum fyrir góđan dag. Sérstaklega vill hún ţakka öllum ţeim fjölmörgu styrktarađilum sem lögđu okkur liđ, ţessi stuđningur gerir okkur kleift ađ hafa umgjörđ Orkugöngunnar međ ţeim veglega hćtti sem hún er.

Orkugangan

Orkugangan


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744