Ólafur Jóhann tryggđi Völsungi sigur í uppbótartíma

Völsungur hafđi sigur í Norđurlandsslagnum í 2. deild karla ţegar Tindstóll kom í heimsókn í gćrkveldi.

Ólafur Jóhann tryggđi Völsungi sigur í uppbótartíma
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 375

Ólafur Jóhann skorar sigurmarkiđ.
Ólafur Jóhann skorar sigurmarkiđ.

Völsungur hafđi sigur í Norđurlandsslagnum í 2. deild karla ţegar Tindstóll kom í heimsókn í gćrkveldi.

Ţađ stefndi allt í markalaust jafntefli í miklum baráttuleik ţar sem Aron Dagur Birnuson markmađur Völsungs varđi oft á tíđum meistaralega.

Í uppbótartíma, á 91. mínútu, skorađi Ólafur Jóhann Bergmann Steingrímsson sigurmark leiksins međ glćsilegu skoti rétt innan vítateigslínu gestanna. 

Tindastóll hafđi fengiđ aukaspyrnu á vallarhelmingi Völsunga og upp úr henni náđi Ólafur Jóhann boltanum á miđju vallarins. Hann geystist upp völlinn í skyndisókn og hamrađi boltann í netiđ međ vinstri. Hans fyrsta deildarmark fyrir Völsung og örugglega ekki ţađ síđasta. Ólafur Jóhann er fimmti Steingrímssonurinn sem skorar fyrir meistaraflokk Völsungs í Íslandsmóti.

Međ sigrinum komst Völsungur í 2. sćtiđ í deildinni en er međ leik meira en nćstu liđ.

Hér má sjá stöđuna

Hér koma nokkrar myndir úr leiknum og međ ţví ađ smella á ţćr er hćgt ađ fletta ţeim og skođa í stćrri upplausn.

Völsungur Tindastóll 1-0

Halldór Mar Einarsson kom inn á fyrir Eyţór Traustason snemma leiks og hér geysist hann upp kantinn međ Stefan Antonio Lamanna á hćlunum.

Völsungur Tindastóll 1-0

Freyţór Hrafn Harđarson í baráttu viđ Santiago Fernandez markvörđ Stólanna.

Völsungur Tindastóll 1-0

Ólafur Jóhann skorar hér sitt fyrsta deildarmark fyrir Völsung en hann hafđi komiđ inn á fyrir Elvar Baldvinsson á 75. mínútu leiksins.

Völsungur Tindastóll 1-0

Ólafur Jóhann fagnar hér marki sínu.

Völsungur Tindastóll 1-0

Völsungar fögnuđu markinu vel og lengi.

Aron Dagur Birnuson

Aron Dagur markvörđur Völsungs varđi oft á tíđum meistaralega í leiknum. Hér er hann í leik gegn Fram í bikarnum.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744