Öflugt yngri flokka starf hjá Völsungi

Lokahóf yngri flokka í knattspyrnu fór fram síðastliðin miðvikudag við vallarhúsið á Húsavíkurvelli.

Öflugt yngri flokka starf hjá Völsungi
Íþróttir - - Lestrar 527

Lokahóf yngri flokka í knattspyrnu fór fram síðastliðin miðvikudag við vallarhúsið á Húsavíkurvelli.

Milt var í veðri og lukkaðist hófið, sem var með hefðbundnu sniði, lukkaðist virkilega vel. Iðkendur hlutu viðurkenningar í formi þátttöku- og framfaraverðlauna.

6. til 8. flokkur hlutu þátttökuverðlaun en í 3. til 5. flokk voru veitt framfaraverðlaun. Að lokum voru grillaðar pylsur handa viðstöddum og þeim skolað niður með svala.

"Við megum vera afskaplega stolt af barna og unglingastarfi knattspyrnudeildar Völsungs. Búið er að ganga frá ráðningu þjálfara fyrir veturinn og gaman frá því að segja að allir aðalþjálfarar hafa náð sér í þau réttindi sem þarf til að þjálfa þá flokka sem þeir munu þjálfa.

Gott yngri flokka starf hefur t.a.m. skilað sér í því að af u.þ.b. 60 iðkendum í meistaraflokkunum eru aðeins fjórir leikmenn sem ekki hafa farið í gegnum yngri flokka starf Völsungs. Iðkendur 16 ára og yngri eru nú tæplega 200 og hefur þeim farið fjölgandi undanfarið". Sagði Jón Höskuldsson formaður barna og unglingaráðs m.a á lokahófinu.

Nánar má lesa um lokahófið á heimasíðu Völsungs þar sem jafnframt eru fleiri myndir sem ljósmyndari 640.is tók.

Hér að neðan er hópmynd og með því að smella á hana er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

Yngri flokkar Völsungs



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744