Nýr organisti ráðinn til þriggja sókna í Þingeyjarsýslu

Nokkrar sóknir í Þingeyjarsýslu hafa sameinast um að ráða organista í fullt starf við að efla söng og tónlistarstarf innan sinna sókna.

Frá Húsavík.
Frá Húsavík.

Nokkrar sóknir í Þingeyjarsýslu hafa sameinast um að ráða organista í fullt starf við að efla söng og tónlistarstarf innan sinna sókna.

Í tilkynningu á vef Húsavíkurkirkju segir að um sé að ræða sóknir í Grenjaðarprestakalli, Skútustaða-prestakalli og Húsavíkursókn.

"Starfið var auglýst á haustdögum og sóttu margir hæfir umsækjendur um stöðuna. Ákveðið var að ráða Attila Szebik, 48 ára Ungverja sem hefur töluverða starfsreynslu af kirkjulegu tónlistarstarfi. m.a. dálitla hér á Íslandi.

Nokkur töf mun þó verða á að Attila geti hafið störf, því samkomutakmarkanir setja kór- og safnaðarstarfi miklar skorður.

Við fögnum þessum áfanga og allir hlakka til að fá öflugan fagmann í starf sóknanna" segir í tilkynningunni.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744