Nýr öflugur dráttarbátur á Norđurlandi

Um helgina kom nýr dráttarbátur Hafnarsamlags Norđurlands til heimahafnar á Akureyri.

Nýr öflugur dráttarbátur á Norđurlandi
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 348 - Athugasemdir (0)

Seifur, nýi dráttarbátur Hafnasamlags Norđurlands.
Seifur, nýi dráttarbátur Hafnasamlags Norđurlands.

Um helgina kom nýr dráttarbátur Hafnarsamlags Norđurlands til heimahafnar á Akureyri.

Bátnum var formlega gefiđ nafn á sunnudaginn og fékk hann nafniđ Seifur.

Báturinn hefur veriđ í smíđum síđastliđiđ  ár í skipasmíđastöđinni Armon á norđurhluta Spánar.

Seifur hefur veriđ inni á samgönguáćtlun en smíđi hans er styrkt um tćp 60% af hafnabótasjóđi. 

Á heimasíđu Vegagerđarinnar segir ađ Seifur sé međ 42 tonna togkraft og ţví fjórfalt öflugri en sá sem fyrir er. Hann er 22 metra langur og 9 metra breiđur. Báturinn er búinn azimuth skrúfubúnađi og verđur öflugasti dráttarbátur landsins. Hann er Hann er međ tveimur Cummins vélum 1193 kW. Međ Azimuth skrúfum en ţćr er hćgt ađ láta snúast í hring og eykur stjórnhćfni bátsins verulega.  Sprautu til slökkva eld og 25 tonnmetra ţilfarskrana.

Međ ţví ađ festa kaup á svo öflugum dráttarbát er svarađ kalli breyttra tíma, skipin stćkka og núverandi dráttarbátarn hafa ekki veriđ nógur öflugir fyrir Hafnasamlagiđ. Međ tilkomu nýja bátsins eykst öryggiđ til muna og ţjónustugildiđ eykst gríđarlega. 

Einnig opnast möguleikar á ađ ţjónusta ađrar hafnir á Norđurlandi eins og t.d. Húsavíkurhöfn en mikil ţörf er á ţjónustu dráttarbáts ţar eftir ađ stóriđjan á Bakka opnađi.  

Kaupverđiđ á bátnum er um 490 milljónir króna er ţađ á pari viđ kostnađaráćtlun. (vegagerdin.is)

Hafnir innan Hafnasamlags Norđurlands eru Akureyrarhöfn og hafnirnar á Grenivík, Hjalteyri, Svalbarđseyri og í Hrísey og Grímsey.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744