Nýr bátur til Kópaskers

Nýr bátur kom til hafnar á Kópaskeri í gærkveldi þegar Jón Tryggvi Árnason útgerðarmaður kom siglandi frá Hafnarfirði við annan mann á Þorbjörgu RE.

Nýr bátur til Kópaskers
Almennt - - Lestrar 729

Jón Tryggvi Árnason.
Jón Tryggvi Árnason.

Nýr bátur kom til hafnar á Kópaskeri í gærkveldi þegar Jón Tryggvi Árnason útgerðarmaður kom siglandi frá Hafnarfirði við annan mann á Þorbjörgu RE.

Tók rúman sólahring að sigla bátnum norður en með Jóni Tryggva í för var Einar Ólason og ferðin gekk vel.  

Nýi báturinn ber eins og áður segir nafnið Þorbjörg RE 6 og er af Sómagerð.  

2588

Vel var tekið á móti þeim við komuna og hér má sjá nokkrar myndir sem Gunna Magga tók og birtust á fréttasíðu Kópaskers og nágrennis 

Þetta er annar báturinn sem keyptur er til Kópaskers í vetur því Garðar Birgisson keypti stærri bát í stað Fróða ÞH og fékk hann sama nafn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744