Nýr bátur til Húsavíkur

Ţađ fjölgađi í húsvíska flotanum um helgina ţegar Nonni í Vík SH kom til Húsavíkur.

Nýr bátur til Húsavíkur
Almennt - - Lestrar 974

Nonni í Vík SH
Nonni í Vík SH

Það fjölgaði í húsvíska flotanum um helgina þegar Nonni í Vík SH kom til Húsavíkur.

Landleiðina frá Ólafsvík þaðan sem hann var keyptur.

Það útgerðarfyrirtækið Barmur, sem Ingólfur Árnason og Freyja Eysteinsdóttir standa að, sem keypti bátinn en fyrir á fyrirtækið  Sigrúnu Hrönn ÞH 36 sem gerður er út á línu- og grásleppuveiðar.

640.is hitti á þá feðga Ingólf og Sigmar um borð í bátnum, sem mun fá nafnið Ásdís ÞH 136, í gær. Sögðust þeir ætla á grásleppu á honum þegar úthaldinu lýkur á Sigrúnu Hrönn og síðan á strandveiðar.

2587

Nýi báturinn er af Sómagerð og mun fá nafnið Ásdís ÞH 136.

Simmi

Feðgar legga að.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744