Nýr bátur í flotann

Eins og komiđ hefur fram á 640.is keypti nýtt fyrirtćki hér í bć, Sölkusiglingar ehf., 22 tonna eikarbát frá Grindavík fyrir skemmstu.

Nýr bátur í flotann
Almennt - - Lestrar 873

Kallinn í brúnni í upphafi heimsiglingar. Lj. AS.
Kallinn í brúnni í upphafi heimsiglingar. Lj. AS.

Eins og komið hefur fram á 640.is keypti nýtt fyrirtæki hér í bæ, Sölkusiglingar ehf., 22 tonna eikarbát frá Grindavík fyrir skemmstu.

Eftir að hafa beðið veðurs til heimsiglingar var lagt í hann frá Reykjavík um hádegi á föstudag og kom hann til hafnar á Húsavík í morgun eftir tæplega tveggja sólarhringa siglingu.

Báturinn verður gerður út til hvalaskoðunar eins og kom fram í þessari frétt á 640.is fyrr í vetur.

Fanney

Siggi Þórðar sem fær nafnið Fanney kemur til hafnar í morgun.

1445

Óðinn Sigurðsson og Arnar Sigurðsson sigldu bátnum heim.

Sölku

Sölkusystkinin um borð í bátnum ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744