Ný listaverk utan á Hvalasafninu

Hvalasafnið á Húsavík fékk heldur betur upplyftingu í dag þegar að listaverk eftir spænsku listakonuna Renötu Ortega voru sett upp utan á suðurhlið

Ný listaverk utan á Hvalasafninu
Almennt - - Lestrar 379

Hvalasafnið á Húsavík fékk heldur betur upplyftingu í dag þegar að listaverk eftir spænsku lista-konuna Renötu Ortega voru sett upp utan á suðurhlið hússins. 

Í frétt á heimasíðu safnsins segir Heiðar Hrafn Halldórsson verkefnisstjóri safnsins að hugmyndin um listaverkin hafi komið upp í tengslum við miklar endurbætur á húsinu.

Starfsfólki safnsins hafi langað til þess að útbúa ákveðið tilbrigði af hinum auðkennandi hvalamálverkum sem einkenndu ytra útlit safnsins á árunum 2001-2018.

Listaverkin hafi því þótt kærkomin þar sem þau hylja gamla stálglugga sem voru farnir að láta verulega á sjá.

Heiðar sem einnig situr í Framkvæmda- og skipulagsráði Norðurþings segist vona að uppátækið hvetji fleiri til að gera slíkt hið sama. Listaverk sem þessi séu hin mesta húsprýði og lífgi upp á tilveruna.

Fleiri myndir má sjá á heimasíðu Hvalasafnsins.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744