Nú er hann kaldur að norðan

Nú er kalt og grípa þá margir til þess að bæta í hitann með rafmagns hitablásara.

Nú er hann kaldur að norðan
Aðsent efni - - Lestrar 602

Nú er kalt og grípa þá margir til þess að bæta í hitann með rafmagns hitablásara.

Eins og það er notalegt að geta skerpt á hitanum þá er það mjög mikilvægt að slökkva á hitablásaranum þegar hlýnar aftur. Ef ekki er slökkt á hárblásaranum þegar hitnar úti, lækka ofnar sjálfkrafa, hitastig helst það sama en dýrari rafhitun tekur yfir vatnshitun.

Loftur Már Sigurðsson sérfræðingur raforkuviðskipta hjá Orku heimilanna segir að þó lítið fari fyrir svona tæki þá notar það talsvert mikið rafmagn. Mjög algengt er að hitablásari noti 3000 vött, sem gera 3 kW á klukkustund. Þá kostar rekstur á hitablásara miðað við dreifingu í Reykjavík og sölu hjá Orku heimilanna:

Verð á kWst Veitur ohf     7,28 kr kWst

Orka heimilanna    7,30 kr kWst

Samtals rafmagn 14,58 kr kWst á höfuðborgarsvæðinu

Þannig kostar hitablásarinn á einni klukkustund   3 * 14,58 = 43,74 kr

Einn dagur kostar þá ………. 24 * 43,74 = 1.050 kr

Vika kostar ……………………… 7 * 1050 = 7.348 kr

Mánuður kostar ……………… 30 * 1050 = 31.492 kr

Á þessum útreikningum sést að svona tæki getur kostað talsvert og teljum við hjá Orku heimilanna nauðsynlegt að neytendur séu meðvitaðir um þann kostnað sem notkun tækisins skapar. Það er þekkt að einstaklingar hafa fengið bakreikning upp á allt að 300.000 kr eftir að hafa gleymt að slökkva á hitablásara segir Loftur.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744