Norðurþing svarar Framsýn varðandi þjóðveg 85 – málið er í skoðun

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings hefur svarað erindi Framsýnar vegna fyrirspurnar félagsins um þjóðveg 85 sem liggur frá Húsavík út á Tjörnes fram

Þjóðvegur 85.
Þjóðvegur 85.

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings hefur svarað erindi Framsýnar vegna fyrirspurnar félagsins um þjóðveg 85 sem liggur frá Húsavík út á Tjörnes fram hjá PCC á Bakka.

Framsýn hefur lýst yfir miklum áhyggjum vegna umferðar gangandi vegfarenda um veginn milli Húsavíkur og Bakka enda vegurinn óupplýstur og töluverð bílaumferð um þjóðveginn. Mikil hætta getur því skapast á veginum. Svar skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings má lesa hér að neðan.

Eftirfarandi var bókað á 52. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings;

“Búið er að senda umsókn til Vegagerðar vegna styrks hvað varðar uppbyggingu göngustígs út að Bakka. Hinsvegar er ljóst að sá styrkur mun aldrei koma fyrr en í fyrsta lagi 2021. Því er mikilvægt að skoða leiðir til að bæta núverandi stíg. Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða leiðir til þess.”


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744