Norðursigling flutti gjafir til Ittoqqortoomiit fyrir Hrókinn

Hildur, skúta Norðursiglingar, sigldi í vikunni til Scoresbysund þar sem hún mun fara í vikulegar siglingar með farþega.

Ellen Napatoq tengiliður Hróksins tók við gjöfunum
Ellen Napatoq tengiliður Hróksins tók við gjöfunum

Hildur, skúta Norðursiglingar, sigldi í vikunni til Scoresbysund þar sem hún mun fara í vikulegar siglingar með farþega.

Fyrir í Scoresbysundi eru tvær aðrar skútur Norðursiglingar, Opal og Donna Wood.

Fyrsti viðkomustaður var þorpið Ittoqqortoormiit við mynni Scoresbyfjarðakerfisins.

Að sögn Valdimars Halldórssonar framkvæmdastjóra NS gekk siglingin mjög vel enda veður gott og allar aðstæður ákjósanlegar.

Skákfélagið Hrókurinn óskaði eftir því við Norðursiglingu að flytja gjafavarning fyrir íbúa í hinu afskekkta þorpi. Það var auðsótt mál og á meðfylgjandi mynd er Hörður Sigurbjarnarson skipstjóri á Hildi að afhenda Ellen Napatoq, tengilið Hróksins í Ittoqqortoormiit, gjafirnar.

Norðusrsigling flutti gjafir

Ittoqqortoomiit

Ittoqqortoormiit, eða „staðurinn með stóru húsunum“, er eitt fámennasta byggðarlag Grænlands en engu að síður þriðja stærsta sveitarfélagið í landinu. Þorpið stendur við Scoresbysund, sem ásamt smáfjörðum sínum telst vera stærsta fjarðasvæði í heiminum og um leið lengsti fjörður í heimi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.




  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744