Norðlenskar konur í tónlist - Í sparifötunum

Tónleikaröð norðlenskra kvenna í tónlist sem tileinkuð var lofti, sjó og landi sló heldur betur í gegn síðastliðið haust.

Norðlenskar konur í tónlist - Í sparifötunum
Fréttatilkynning - - Lestrar 634

Tónleikaröð norðlenskra kvenna í tónlist sem tileinkuð var lofti, sjó og landi sló heldur betur í gegn síðastliðið haust. 

Tónlistarkonurnar fylltu hvert húsið á fætur öðru og hlutu mikið lof fyrir skemmtilega og einlæga nálgun á lögum tengdum sjómennsku, sveitarómantík og hernámsárunum.

Laugardaginn 25. febrúar kl. 20.00 munu tónlistarkonurnar stíga á svið í Hamraborg í Menningarhúsinu Hofi og flytja brot af því besta úr tónleikaröðinni. Sjómannavalsinn, Sveitaball og Það er draumur að vera með dáta eru meðal þeirra laga sem munu hljóma.

Norðlenskar konur í tónlist er hópur kvenna sem starfað hefur saman frá árinu 2015 og eru konurnar félagskonur KÍTÓN. Hópinn skipa Ave Sillaots sem leikur á harmonikku, Ásdís Arnardóttir sellóleikari og fyrir tilstuðlan hópsins nú einnig kontrabassaleikari, Ella Vala Ármannsdóttir horn, kornett og slagverksleikari, Helga Kvam sem leikur á píanó og söngkonurnar Kristjana Arngrímsdóttir, Þórhildur Örvarsdóttir og Lára Sóley Jóhannsdóttir, sem einnig leikur á fiðlu.

Norðlenskar konur í tónlist lofa ógleymanlegu kvöldi, fullu af hugljúfheitum og skemmtun.

Miðasalan er í fullum gangi á www.mak.is.

Norðlenskar konur í tónlist

Frá vinstri: Ave Sillaots, Lára Sóley Jóhannsdóttir, Ásdís Arnardóttir, Helga Kvam, Ella Vala Ármannsdóttir, Kristjana Arngrímsdóttir og Þórhildur Örvarsdóttir.

Ljósmynd: Daníel Starrason


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744