Norðlenska styrkir við bakið á knattspyrnudeildinni

Norðlenska og knattspyrnudeild Völsungs hafa gert með sér samstarfssamning til tveggja ára.

Norðlenska styrkir við bakið á knattspyrnudeildinni
Íþróttir - - Lestrar 403

Jónas Halldór og Ingvar Már Gíslason.
Jónas Halldór og Ingvar Már Gíslason.

Norðlenska og knattspyrnudeild Völsungs hafa gert með sér samstarfssamning til tveggja ára. 

Norðlenska hefur stutt við bakið á Völsungi undanfarin ár og er þetta framlenging á því góða samstarfi. Norðlenska mun verða með auglýsingu á búningum meistaraflokkanna til næstu tveggja ára.

 

Á heimasíðu Völsungs segir að mikil ánægja sé af beggja hálfu með samninginn og aukið samstarf á komandi árum. 

„Norðlenska hefur lagt á það áherslu að koma að íþrótta og félagsstarfi á þeim stöðum þar sem að við erum með starfsemi.  Samningurinn við Völsung undirstrikar þá áherslu okkar, Völsungur vinnur mikilvægt starf í barna og unglingastarfi og við viljum aðstoða við það starf eins og við mögulega getum.“ Segir Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska.

Það voru Jónas Halldór Friðriksson, fyrir hönd Völsungs, og Ingvar Már Gíslason, fyrir hönd Norðlenska, sem undirrituðu samstarfssamninginn í gær.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744