Norðlenska hefur starfsemi í nýju húsnæði

Fyrir nokkru keypti Norðlenska ehf. eignir Vísis hf. á Hafnarstéttinni á Húsavík. Framkvæmdir hafa staðið yfir í og á því húsnæði og í vikunni var

Norðlenska hefur starfsemi í nýju húsnæði
Almennt - - Lestrar 637

Pétur Skarp, steikingarmeistari
Pétur Skarp, steikingarmeistari

Fyrir nokkru keypti Norðlenska ehf. eignir Vísis hf. á Hafnarstéttinni á Húsavík. Framkvæmdir hafa staðið yfir í og á því húsnæði og í vikunni var steikingarlínu fyrirtækisins komið fyrir á annarri hæð sem vonandi er vísir að frekari starfsemi.

Það er ánægjulegt og jafnframt í fyrsta skipti í sögunni að útflutningafurðum fyrirtækisins eru fluttar beint út frá Húsavík. En fyrir skömmu hóf Samskip hf. beinan útflutning frá Húsavík og hefur einmitt aðsetur í húsnæði Norðlenska á Hafnarstéttinni.

Pétur steikingarmeistari tryggir réttu áferðina, stökkt að utan en lungamjúkt að innan.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744