Nokkur orđ frá Sigrúnu og Almari

Okkur fjölskyldunni langar ađ koma nokkrum orđum á framfćri.

Nokkur orđ frá Sigrúnu og Almari
Ađsent efni - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 492 - Athugasemdir (0)

Sigrún Birnar Árnadóttir og Almar Eggertsson.
Sigrún Birnar Árnadóttir og Almar Eggertsson.

Okkur fjölskyldunni langar ađ koma nokkrum orđum á framfćri. 

Undanfarnir dagar hafa veriđ afskaplega dýrmćtir. Viđ höfum fengiđ í skilabođum og samtölum mikinn stuđning, bćđi frá nćr samfélaginu og víđar sem okkur ţykir óendanlega vćnt um. 

 
Ţađ kann hinsvegar ađ vera ađ einhverjir í nćrsamfélaginu taka umrćđuna inn á sig og líta á hana sem einhverskonar árás. Í raun er ţađ óhjákvćmilegt. Ef ţađ hefur gerst, ţykir okkur ţađ raunverulega og afskaplega leitt. 
 
Sannleikurinn er sá, ađ viđ erum sjálf á stađ tilfinningalega sem viđ ţekkjum lítiđ. Rótin og ástćđa ţess ađ viđ komum međ ţessa frásögn er vegna ţess ađ viđ elskum dóttur okkar og viđ viljum allt gera til ţess ađ henni líđi betur. En okkur ţykir sömuleiđis vćnt um Húsavík og samfélagiđ sem hér er. 
 
Ţađ er engin tilfinning verri en ađ vita af vanlíđan eigin barns og vita ekki hvernig hćgt er ađ gera hlutina betri. Allir foreldrar ţekkja ţessa tilfinningu. Allir foreldrar hafa setiđ međ litlu stelpuna sína eđa strák sem líđur illa, strokiđ vanga, ţerrađ tárin og sagt; ţetta verđur allt saman í lagi. 
 
Ímyndiđ nú ađ ţađ sé ekki svo, ađ ţiđ vitiđ ekki hvort allt verđi í lagi. Ţađ er raunveruleikinn okkar.
 
Frásögn okkar er ekki vegna ţess ađ viđ  vitum ađ hún muni laga ástandiđ eđa líđan. Heldur er ţetta örvćnting. Örvćnting viđ hlutum sem viđ höfum enga stjórn á. Viđ erum hrćdd fyrir barniđ okkar og framtíđ hennar. 
 
Viđ trúum hinsvegar á ţađ góđa í fólki, viđ vitum ađ flest fólk vill gera gott. Ţađ er haldreipiđ okkar. Ţađ eru gildin sem viđ vitum ađ ţiđ ţekkiđ í vinum ykkar og nágrönnum. Og ţau gildi sem viđ vonum innilega ađ ţiđ sćkiđ í, ţrátt fyrir allt. Ađ geta sett sig í spor annarra er mikilvćgt gildi, ađ hafa samkennd fyrir ţeim sem líđur illa er mikilvćgt gildi, ađ fyrirgefa er mikilvćgt gildi. 
 
Og kannski ţađ mikilvćgasta, ađ geta rćtt saman um framtíđina, án ţess ađ dćma er öllum mikilvćgt. Ţađ á svo sannarlega viđ okkur eins og ykkur.
 
Međ auđmjúkri virđingu og vinsemd ❤
Sigrún og Almar Eggertsson

  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744