Náttúrustofan fjárfestir í dróna

Náttúrustofa Norðausturlands fjárfesti í dögunum í dróna sem kemur til með að nýtast stofunni vel við margvísleg verkefni.

Náttúrustofan fjárfestir í dróna
Almennt - - Lestrar 232

Drónamynd af Skoruvíkurbjargi. nna.is
Drónamynd af Skoruvíkurbjargi. nna.is

Náttúrustofa Norðausturlands fjárfesti í dögunum í dróna sem kemur til með að nýtast stofunni vel við margvísleg verkefni. 

Á heimasíðu NNA segir að dróninn komi t.d. til með að auðvelda vöktun sumra fuglastofna þar sem hægt verður að mynda varpbyggðir (t.d. hjá súlum og öðrum bjargfuglum) ofan frá eða beint framan á björgin.

Einnig verður hægt að nýta hann við kortlagningu á dreifingu gróðurs í vötnum síðsumars samhliða vatnavöktun Náttúrustofunnar. Dróninn mun þar að auki nýtast vel við gerð yfirlitsmynda í tengslum við hin ýmsu verkefni, útseld sem önnur, sem Náttúrustofan tekur að sér.

Dróninn hefur verið prófaður að undanförnu, m.a. við Skoruvíkurbjarg á Langanesi þar sem þessi mynd var tekin 12. maí sl. í tilefni þess að vöktunarmyndavélin var sett í gang.

Skoruvíkurbjarg

Horft austur yfir Skoruvíkurbjarg. Fyrir miðri mynd má sjá súluvarpið í Karlinum og í fjarska glittir í Font. Ljósmynd nna.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744