Myndlistin ávallt vinsæl á Mærudögum

Myndlistin er jafnan vinsæl á Mærudögum og margt að sjá þegar hún er annars vegar.

Myndlistin ávallt vinsæl á Mærudögum
Almennt - - Lestrar 440

Viðar Breiðfjörð við eitt verka sinna.
Viðar Breiðfjörð við eitt verka sinna.

Myndlistin er jafnan vinsæl á Mærudögum og margt að sjá þegar hún er annars vegar.

Í ár voru sýningarnar nokkrar, sem dæmi ljósmynda-, málverka- og myndbandasýningar í Verbúðunum og voru þær vel sóttar.

Í netagerðinni Ísfelli sýndi Viðar Breiðfjörð myndlistarmaður verk sín en Viðar, sem býr í Vestmannaeyjum, er duglegur að koma heim til sýningarhalds á Mærudögum. 

Það sama má segja um Ingvar Þorvaldsson sem sýndi verk sín í Hlyn að þessu sinni.

Miðjan var með myndlistarsýningu í Samkomuhúsinu og sýningar voru í gangi í Safnahúsinu.

Hér koma myndir af nokkrum þeim listamönnunum sem sýndu um helgina og með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.

Viðar Breiðfjörð

Viðar Breiðfjörð sýndi í netagerðinni.

Ingvar Þorvaldsson

Ingvar Þorvaldsson við eitt verka sinna en hann sýndi í Hlyn.

Katrín Kristjánsdóttir

Katrín Kristjánsdóttir sýndi málverk og myndbandsverk í Verbúðunum.

Ljósmynd Gaukur Hjartarson.

Halla Marín Hafþórsdóttir

Halla Marín Hafþórsdóttir sýndi ljósmyndir ásamt föður sínum í Verbúðunum.

Miðjan

Þær voru litríkar og skemmtilegar myndirnar á sýningu Miðjunnar í Samkomuhúsinu.

Ljósmynd: Gaukur Hjartarson.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744