Myndir úr Aðaldal - Þorri Hringsson sýnir í Safnahúsinu.

Myndir úr Aðaldal er heiti á myndlistarsýningu sem Þorri Hringsson listmálari opnaði í Safnahúsinu nú síðdegis.

Þorri Hringsson við eitt verka sinna á sýningunni.
Þorri Hringsson við eitt verka sinna á sýningunni.

Myndir úr Aðaldal er heiti á myndlistarsýningu sem Þorri Hringsson listmálari opnaði í Safnahúsinu nú síðdegis.

Þar sýnir hann á þriðja tug olíumálverka sem máluð er á striga á á þessu og síðasta ári.

Myndefnið er Aðaldalur eins og heiti sýningarinnar segir en Þorri dvelur jafnan sumarlangt í Haga og málar í vinnustofu sem faðir hans, Hringur Jóhannesson, reisti sér í Haga.

Sýning Þorra stendur til 7. ágúst en hann sýndi síðast á Húsavík í ágústmánuði 2006.

Þorri Hringsson

Þorri við eitt verka hans á sýningunni.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744