Mynd dagsins - Svarðarmýrartjörn í forgrunni

Mynd dagsins var tekin í dag við Kaldbakstjarnir með Svarðarmýrartjörn í forgrunni.

Mynd dagsins - Svarðarmýrartjörn í forgrunni
Mynd dagsins - - Lestrar 222

Mynd dagsins var tekin í dag við Kaldbakstjarnir með Svarðarmýrar-tjörn í forgrunni.

Vef Norðurþings segir um Kald-bakstjarnir:

Skammt sunnan Húsavíkur, nærri þjóðvegi, eru fjórar tjarnir sem sameiginlega eru kallaðar Kaldbakstjarnir.  Langstærst þeirra er Svarðarmýrartjörn sem blasir við af þjóðveginum, sjávarmegin.  Austan þjóðvegar er hinsvegar Yltjörn sem er næst stærst tjarnanna.  Hinar tjarnirnar tvær eru litlar og ekki sýnilegar frá vegi. 

Tjarnirnar urðu til árin 2000 og 2001 í tengslum við rafmagnsframleiðslu í lítilli virkjun í Hrísmóum þegar volgu og heitu vatni var veitt í dalverpið þar sem nú er Yltjörn.  Í Yltjörn rennur umtalsvert magn af heitu vatni og er hún því ávallt volg.  Yltjörn er ekki hvað síst þekkt fyrir að í henni er sjálfbær stofn gullfiska sem þar hefur lifað til margra ára.  Þar er vinsælt að stunda böð og gullfiskaveiðar á góðviðrisdögum.  

Talsvert er af silungum í Svarðarmýrartjörn og þar er einnig sérlega ríkulegt fuglalíf.  Þar hafa sést yfir 90 tegundir fugla í gegn um árin.  Ýmsar áhugaverðar gönguleiðir er að finna umhverfis tjarnirnar.

 

Ljósmynd 640.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744