Mynd dagsins - Rauður dregill á Garðarsbrautinni

Mynd dagsin var tekin í dag á Garðarsbrautinni en þar var málaður rauður dregill.

Mynd dagsins - Rauður dregill á Garðarsbrautinni
Mynd dagsins - - Lestrar 354

Rauði dregillinn á Garðarsbrautinni.
Rauði dregillinn á Garðarsbrautinni.

Mynd dagsin var tekin í dag á Garðarsbrautinni en þar var málaður rauður dregill.

Húsavíkurstofa í samstarfi við Norðurþing er í fullum undirbúningi fyrir Óskars-verðlaunahátíðina.

Óskarinn verður haldinn með prompi og prakt sunnudaginn 25. apríl.

Í tilefni þess að lagið Húsavík er meðal þeirra fimm laga sem er tilnefnt sem besta lag í kvikmynd var ákveðið renna út rauða dreglinum á Garðarsbrautina.

Vaskir starfsmenn Húsavíkurstofu, Norðurþings og Bæjarprýðis “rúlluðu” út dreglinum í blíðunni í dag.

Að sögn Hinriks Wöhler forstöðumanns Húsavíkurstofu mun svæðið verða skreytt meira á mánudaginn og dregillinn opinberlega vígður. "Við vonum að allir hafi gaman af og njóti sín á rauða dreglinum" sagði Hinrik í stuttu spjalli við 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744