Mynd dagsins - Nallinn spilaður í kirkjunni

Mynd dagsins var tekin í Húsavíkurkirkju í morgun en kirkjan var opin á milli kl. 11 og 12.

Mynd dagsins - Nallinn spilaður í kirkjunni
Mynd dagsins - - Lestrar 359

Guðni og Steini spila hér Nallann í tilefni dagsin
Guðni og Steini spila hér Nallann í tilefni dagsin

Mynd dagsins var tekin í Húsavíkurkirkju í morgun en kirkjan var opin á milli kl. 11 og 12.

Þar spiluðu þeir Steingrímur Hallgrímsson og Guðni Bragason ásamt Ilonu Laido organista Húsavíkurkirkju nokkur lög.

Þá flutti Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir stutt ritningarvers milli laga ásamt því að lesa upp ljóð eftir þær Lilju Sólveig Kristjánsdóttir og Björgu Pétursdóttur.

Í tilefni dagsins spiluðu þau Steini, Guðni og Ilona Internasjónalinn, alþýðusöng verkalýðsins, og myndin er einmitt tekin á meðan því stóð.

Ljósmynd 640.is

Guðni og Steini spila hér Nallann í tilefni 1. maí, alþjóðlegs baráttudags verkalýðsins.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744