Mynd dagsins - Hvítserkur

Mynd dagsins var tekin við austanvert Vatnsnes í gær og sýnir Hvítserk, einstakan klett sem er um 15 metra hár og stendur í fjöruborðinu við

Mynd dagsins - Hvítserkur
Mynd dagsins - - Lestrar 171

Hvítserkur við Húnaflóa.
Hvítserkur við Húnaflóa.

Mynd dagsins var tekin við austan-vert Vatnsnes í gær og sýnir Hvítserk, einstakan klett sem er um 15 metra hár og stendur í fjöruborðinu við Sigríðarstaðaós.

Þjóðsaga er um Hvítserk að hann hafi í forneskju verið tröll sem bjó norður á Ströndum sem vildi brjóta niður kirkjuklukkur Þingeyra-klausturskirkju.

Leiðin var torsóttari en hann gerði ráð fyrir og þegar sólin reis um morguninn hafði honum ekki tekist að ljúka ætlunarverki sínu og breyttist hann  því í stein er hann leit fyrstu sólargeislana. 

Ljósmynd 640.is

Það eru um það bil 30 km akstur frá aðalveginum norður eftir Vesturhópi að Hvítserk og ferð sem mæla má með. Nærri Hvítserk í ósi Sigríðarstaðavatns er að finna einn besta selaskoðunarstað landsins. Þar liggja uppi á sandinum gengt ósnum eða synda í sjónum nokkur hundruð selir alla daga ársins. (visithunathing.is)

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana stærri.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744