Mynd dagsins - Dønnalaks náði í fyrstu laxaseiðin úr Rifósi

Mynd dagsins var tekin í vikunni þegar norski brunnbáturinn Dønnalaks kom til Húsavíkur að ná í laxaseiði.

Dønnalaks við Norðurgarðinn.
Dønnalaks við Norðurgarðinn.

Mynd dagsins var tekin í vikunni þegar norski brunnbáturinn Dønnalaks kom til Húsavíkur að ná í laxaseiði.

Um er að ræða fyrstu laxaseiðin sem sem fram­leidd eru í eld­is­stöð Fiskeldis Austfjarða, Ri­fósi, í Keldu­hverfi.

Í frétt Morgunblaðsins í dag segir m.a:

Brunn­bát­ur­inn Dønna­laks sótti 170 þúsund seiði til Húsa­vík­ur og verða þau sett út í kví­ar í Beruf­irði. Seiðin voru flutt með tankbíl úr Keldu­hverfi og dælt í brunn­bát­inn.

Fisk­eldi Aust­fjarða keypti eld­is­stöðina og er að byggja hana upp sem og seiðaeld­is­stöð við Kópa­sker. Bleikja hef­ur aðallega verið alin í Ri­fósi und­an­far­in ár en því verður hætt og byrjað er að fram­leiða laxa­seiði þar í staðinn.

Guðmund­ur Gísla­son stjórn­ar­formaður seg­ir að búið sé að byggja 1.700 fer­metra eld­is­hús með stór­um tönk­um. Ætl­un­in sé að byggja upp fram­leiðslu­getu fyr­ir fjór­ar millj­ón­ir seiða.

Seg­ir Guðmund­ur að mik­il þekk­ing sé á svæðinu því þar hafi lengi verið stundað fisk­eldi. Einnig mikið af vatni.

Ljósmynd 640.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744