Munum eftir smáfuglunum

Það er hart í ári hjá smáfuglunum í því tíðarfari eins og verið hefur upp á síðkastið.

Munum eftir smáfuglunum
Almennt - - Lestrar 294

Munum eftir smáfuglunum.
Munum eftir smáfuglunum.

Það er hart í ári hjá smáfuglunum í því tíðarfari eins og verið hefur upp á síðkastið.

Jarðbönn og snjór eru nú um víða um land og eiga fuglarnir því erfitt með að afla sér fæðu.

Við hvetjum því alla til að hugsa til þessara smáu meðbræðra okkar og gefa þeim fóður til að lifa af þetta tíðarfar.

Snjótittlingur

Snjótittlingur.

Á vef Fuglaverndar segir að Snjótittlingar éti einkum fræ af jörðinni. Snjótittlingum er frekar illa við að vera inn á milli trjáa og því er best að gefa þeim á opnu svæði eða á húsþök. Þeir éta líka af fóðurpöllum en aðeins einstaka fugl lærir að éta úr hangandi fóðurdalli. Mulið maískorn, sólblómafræ og finkukorn er í uppáhaldi hjá þeim.

Lesa má nánar á vef Fuglaverndar um hvað sé hentugt að gefa fuglum að éta.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744