Möguleg sameining Skútustađahrepps og Ţingeyjarsveitar

Í kjölfar samţykkta sveitarstjórna Skútustađahrepps og Ţingeyjarsveitar um skipan samstarfsnefndar sem kanna skal ávinning af sameiningu Skútustađahrepps

Möguleg sameining Skútustađahrepps og Ţingeyjarsveitar
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 149

Í kjölfar samţykkta sveitarstjórna Skútustađahrepps og Ţingeyjarsveitar um skipan samstarfsnefndar sem kanna skal ávinning af sameiningu Skútustađahrepps og Ţingeyjarsveitar, voru haldnir kynningarfundir í Skjólbrekku og Ljósvetningabúđ í gćr um mögulega sameiningu.

641.is greinir frá ţessu en á fundinum var ferill verkefnisins kynntur og voru ţađ ţeir Róbert Ragnarsson og Jón Hrói Finnsson frá RRRáđgjöf sem sáu um kynninguna.

Ţeir vörpuđu fram nokkrum spurningum til fundargesta sem birtust á tjaldi og gátu fundargestir og ţeir sem heima sátu og fylgdust međ beinni útsendingu á netinu, komiđ á framfćri sínum athugasemdum til mögulegrar sameiningar. Svör fundargesta viđ spurningunum birtust svo á tjaldinu sem fundargestir sendu úr sínum snjalltćkjum.

Nokkuđ skiptar skođanir fundargesta komu fram og hafđi fólk áhyggjur af ţví ađ ferliđ yrđi kannski ekki nógu opiđ og ađ mögulega yrđi fariđ of hratt í sameininguna ţar sem sumir töldu ađ ţađ vćri ekki búiđ ađ klára sameiningu Ţingeyjarsveitar. Einnig hafđi fólk áhyggjur af stćrđ sveitarfélagsins en ţađ yrđi um 12.000 ferkílómetrar ađ stćrđ, eđa stćrsta sveitarfélag landsins. Margir voru ţó jákvćđir gagnvart sameining og töldu ađ ţetta vćri skref í rétta átt.

Mývetningar jákvćđari

Ef marka má svör fundargesta viđ síđustu spruningunni ţar sem fundargestir gáfu einkunn frá 0 upp í 10 um hvort ađ sameina ćtti sveitarfélögin, má ćtla ađ sameining njóti meiri stuđnings í Skútustađahreppi en í Ţingeyjarsveit. Fundargestir í Ţingeyjarsveit gáfu einkunnina 6,5 en fundargestir í Skjólbrekku gáfu einkunnina 8,2. Svörin endurspegluđu vilja um 10% íbúa í Skútustađahreppi og um 5% íbúa í Ţingeyjarsveit. Ţetta var ţó ađeins óformleg könnun á vilja ţeirra sem sóttu fundina.

Fram kom á fundinum ađ sameiningarnefndin muni starfa áfram og halda reglulega kynningarfundi fyrir íbúanna. Stefnt er ađ ţví ađ stöđugreining, vinna viđ framtíđarsýn og tillaga um hvernig sameining sveitarfélaganna fari fram liggi fyrir í árslok 2020. Stefnt er ađ ţví ađ atkvćđagreiđsla fari fram á tímabilinu nóvember 2020 til mars 2021.


640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744