Mörg alvarleg teikn eru á lofti í lífríki Mývatns og Laxár

Á ađalfundi Veiđifélags Laxár og Krákár ţann 30. apríl 2016 komu fram ţungar áhyggjur félagsmanna af ástandinu í lífríki Laxár og Mývatns.

Mörg alvarleg teikn eru á lofti í lífríki Mývatns og Laxár
Fréttatilkynning - - Lestrar 415

Mývatn. Ljósmynd Siguđur Stein.
Mývatn. Ljósmynd Siguđur Stein.

Á ađalfundi Veiđifélags Laxár og Krákár ţann 30. apríl 2016 komu fram ţungar áhyggjur félagsmanna af ástandinu í lífríki Laxár og Mývatns.

Mörg alvarleg teikn eru á lofti í lífríki Mývatns og Laxár og fara félagsmenn ţess á leit ađ ćđstu yfirvöld umhverfis-, atvinnu-, og fjármála í landinu beiti sér fyrir ţví ađ rannsóknir á svćđinu verđi efldar og stuđli ađ ţví ađ gripiđ verđi til ţeirra ađgerđa sem ađ gagni mega koma. 

Eftirfarandi ályktun fundarins var samţykkt samhljóđa:

Ađalfundur Veiđifélags Laxár og Krákár, haldinn í Rauđhólum í Laxárdal, 30. apríl 2016 skorar á yfirvöld umhverfismála, bćđi á landsvísu og á sveitarstjórnarstigi ađ bregđast viđ ţví alvarlega ástandi sem lýst hefur veriđ í lífríki Laxár og Mývatns í Suđur-Ţingeyjarsýslu.

Lífríki Mývatns og Laxár hefur veriđ undir miklu álagi undanfarna áratugi og svćđiđ er á rauđum lista Umhverfisstofnunar fjórđa áriđ í röđ. Kúluskíturinn, sem ađeins finnst á einum öđrum stađ í heiminum, er horfinn og botni Mývatns má líkja viđ uppblásinn eyđisand. Bleikjan hefur veriđ nánast friđuđ í nokkur ár til ađ koma í veg fyrir útrýmingu. Hornsílastofninn er í sögulegri lćgđ. Viđ rannsóknir síđasta sumar veiddust 319 síli en sambćrilegar rannsóknir síđustu 25 ár hafa skilađ 3.000-14.000 sílum. Hruniđ í hornsílastofninum bitnar illa á urriđanum bćđi í Laxá og vatninu. Draga verđur verulega úr veiđum á honum í Mývatni í sumar. Bakteríugróđur, sem Mývetningar kalla leirlos, fer vaxandi og hefur síđustu tvö sumur veriđ međ fádćmum og langt yfir ţeim heilsuverndarmörkum sem Alţjóđa heilbrigđismálastofnunin miđar viđ í vötnum ţar sem útivist er stunduđ. Leirlos í svo miklu magni hefur mjög neikvćđ áhrif á lífríki Laxár allt til sjávar, sem og upplifun veiđimanna á svćđinu.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744