Mikill áhugi fyrir boccia hjá eldri Mývetningum

Á Heilsueflandi degi í Skútustaðahreppi um síðustu helgi var boðið upp á boccia-kennslu og æfingu fyrir eldri Mývetninga undir stjórn Egils Olgeirssonar

Mikill áhugi fyrir boccia hjá eldri Mývetningum
Almennt - - Lestrar 474

Egill kynnti Bocciaíþróttina í íþróttamiðstöðinni.
Egill kynnti Bocciaíþróttina í íþróttamiðstöðinni.

Á Heilsueflandi degi í Skútustaða-hreppi um síðustu helgi var boðið upp á boccia-kennslu og æfingu fyrir eldri Mývetninga undir stjórn Egils Olgeirssonar frá bocciadeild Völsungs.

Á heimasíðu Skútustaðahrepps segi að gaman hefði verið að sjá hversu aðsókn var góð en kennslan fór fram í íþróttamiðstöðinni í Reykjahlíð. 

Íþrótta- og umennafélagið Mývetningur gaf Félagi eldri Mývetninga glæsilegt boccia sett og er ætlunin að bjóða upp á skipulagðar æfingar í vetur ef áhugi verður fyrir hendi.

Hér má lesa meira um Heilsueflandi dag í Skútustaðahreppi sl. laugardag.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744