Mercado de Triana, matarmarkaður í Sevilla

Í byrjun vikunnar var Sevilla, höfuðborg Andalúsíu, sótt heim en þangað er um fjögurra tíma rútuferð frá Nerja með stoppi í Malaga þar sem skipt er um

Mercado de Triana, matarmarkaður í Sevilla
Fólk - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 257

Í byrjun vikunnar var Sevilla sótt heim en þangað er um fjögurra tíma rútuferð frá Nerja með stoppi í Malaga þar sem skipt er um rútu.

Sevilla er fjórða stærsta borg Spánar og höfðuborg Andalúsíu og Sevillahéraðs. Borgin liggur á sléttu við ána Guadalquivir. Leiðin frá Malaga og upp eftir er skemmtileg og fegurð Andalúsíuhéraðs svíkur engan.

Um Sevilla vissi ég svo sem ekki mikið nema að þar í borg eru tvö frambærileg knattspyrnulið, Real Betis og Sevilla sem ku vera annað elsta knattspyrnulið Spánar. En borgin kom á óvart, við dvöldum á litlu íbúðahóteli miðsvæðis og gengum allt sem við fórum nema farið var í eina hjólaferð um borgina með leiðsögn.

Borgin heillaði okkur uppúr skónum sem og íbúar hennar en við lentum á lokadögum Feria de Abrilhátíðarinnar sem er vikulöng veisla borgarbúa í kjölfar páskanna.

Fleiri myndasyrpur koma til með að birtast hér en þessi sem nú kemur fyrir sjónir lesenda er úr Mercado de Triana, eða Trianamarkaðnum.

Um er að ræða matarmarkað sem staðsettur er við enda Puento de Isobel II eða brú Ísebellu II Trianamegin við Guadalquivirána.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.

Mercado de Triana

Mercado de Triana

Mercado de Triana

Mercado de Triana

Mercado de Triana

Mercado de Triana

Mercado de Triana

Mercado de Triana

Mercado de Triana

Mercado de Triana

Mercado de Triana

Mercado de Triana

Mercado de Triana

Mercado de Triana

Mercado de Triana

Mercado de Triana

Mercado de Triana

Mercado de Triana


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744