Meistaraflokkarnir komnir í úrslit lengjubikarsins

Meistaraflokkar Völsungs í knattspyrnu unnu leiki sína um helgina og tryggðu sig um leið inn í undanúrslit lengjubikarsins.

Meistaraflokkarnir komnir í úrslit lengjubikarsins
Íþróttir - - Lestrar 304

Meistaraflokkar Völsungs í knattspyrnu unnu leiki sína um helgina og tryggðu sig um leið inn í undanúrslit lengjubikarsins.

 
Bæði lið munu enda í efsta sæti í sínum riðlum.
 

Meistaraflokkur karla lék á móti Dalvík/Reyni á laugardaginn var og vann sannfærandi 4-0 sigur.

Rafnar Smárason(2), Bjarki Baldvinsson(1) og Sæþór Olgeirsson(1) sáu um markaskorun Völsungs í leiknum. 

Með sigrinum tryggði liðið sér sigur í sínum riðli og þar með farseðilinn í undanúrslit lengubikarsins. 

Búið er að draga í undanúrslitin og mun Völsungur mæta liði Sindra og verður leikið í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði á fimmtudaginn kemur klukkan 14:00.

Meistaraflokkur kvenna fór inná Akureyri á föstudaginn var þar sem liðið sótti Hamrana heim.

Stelpurnar unnu sannfærandi 4-0 sigur og hafa því unnið alla sína leiki í riðlinum, samtals þrjá.

Mörk Völsungs í leiknum skoruðu Harpa Ásgeirsdóttir(2), Berglind Kristjánsdóttir(1) og Hafrún Olgeirsdóttir(1).

Liðið á eftir einn leik í riðlinum og er hann gegn Fjarðabyggð á Húsavík um næstkomandi helgi.

Þrátt fyrir að eiga einn leik eftir í riðlinum að þá hefur liðið nú þegar tryggt sig áfram í undanúrslit lengjubikarsins.

Undanúrslit Lengjubikarsins verða leikin 1. maí en ekki er komið á hreint hver mótherjinn verður.

Völsungsliðin hafa verið að leika feikilega vel í lengjubikarnum og úrslitin verið eftir því. Strákarnir hafa unnið fjóra leiki og gert eitt jafntefli á meðan stelpurnar hafa unnið alla sína leiki, þrjá talsins.

Það er óhætt að segja að bæði úrslit og spilamennska lofi góðu fyrir komandi sumri á knattspyrnuvellinum á Húsavík. (volsungur.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744