Mandarínönd mætt á Búðaránna

"Ég fékk af því fréttir áðan að mandarínönd væri mætt á stíflu Búðarár á Húsavík.

Mandarínönd mætt á Búðaránna
Almennt - - Lestrar 325

Mandarínöndin á Búðará. Ljósmynd Gaukur Hjartarson
Mandarínöndin á Búðará. Ljósmynd Gaukur Hjartarson

"Ég fékk af því fréttir áðan að mandarínönd væri mætt á stíflu Búðarár á Húsavík.

Og vissulega tókst mér að staðfesta það. Vonandi stoppar hún í einhvern tíma til að gleðja gesti Skrúðgarðsins". Sagði Gaukur Hjartarson fuglaáhugamaður og ljósmyndari á Fésbókarsíðu sinni rétt í þessu.

Hvort þetta sé annar bræðranna sem sóttu Húsavík heim um árið á eftir að koma í ljós þeir voru báðir merktir.

Ljósmynd Gaukur

Mandarínöndin á Búðará í kvöld.

Gaukur er einn af okkar bestu fuglaljósmyndurum og hér að neðan má sjá tvær myndir sem hann hefur tekið á undanförnum dögum.

Ljósmynd Gaukur

Óðinshani, kvenfugl, Botnsvatn við Húsavík, 24. maí 2019.

Ljósmynd Gaukur

Silkitoppa á Raufarhöfn 22. maí 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744