Lokasprettur LH með Bót og betrun

Sýningar Leikfélags Húsavíkur á breska farsanum Bót og betrun í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur hafa nú staðið í rúmlega mánuð en frumsýnt var 25. mars

Lokasprettur LH með Bót og betrun
Almennt - - Lestrar 300

Bót og betrun er farsi að bestu gerð.
Bót og betrun er farsi að bestu gerð.

Sýningar Leikfélags Húsavíkur á breska farsanum Bót og betrun í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur hafa nú staðið í rúmlega mánuð en frumsýnt var 25. mars

Óhætt er að segja að sýningin hafi fengið frábærar móttökur.

Að sögn Ara Páls Pálssonar er stjórn LH og aðstandendur sýningarinnar mjög sátt við hvernig til hefur tekist og ekki síður þær móttökur sem sýningin hefur fengið hjá leikhúsgestum.

Verkefnið gekk ekki áfallalaust framan af æfingatímabili, m.a. vegna forfalla leikara og ýmiss annars, sem m.a. varð til þess að sýningar hófust heldur seinna en upphaflega var áætlað.

"Það lögðust hins vegar allir á eitt um að láta hlutina ganga upp og það gerðu þeir á endanum. Það var ekkert sjálfgefið, því þetta er er ekki einfalt verk.  Eða eins og einn breskur leikhúsgagnrýnandi orðaði það þannig að það krefðist hugrekkis hjá bæði leikstjóra og leikurum að setja þetta verk upp.

En þetta er samheldinn hópur sem að þessu kemur og metnaður til að gera þetta vel, skemmta áhorfendum og hafa gaman af um leið". Segir Ari Páll sem fer með hlutverk í sýninguni auk þess sem hann situr í stjórn LH.

Sýningarnar eru orðnar 14 talsins og þegar hafa um 1260 gestir séð sýninguna eða að jafnaði 90 gestir í salnum. Þrátt fyrir góða aðsókn er nú búið að auglýsa síðustu fjórar sýningar þar sem búið er að ráðstafa samkomuhúsinu og önnur verkefni líka farin að kalla á fólk sem að sýningunni kemur.

Því fer hver að verða síðastur að sjá þessa ágætu skemmtun. Næsta sýning er fimmtudagskvöldið 27. apríl, því næst 1. maí og síðustu tvær sýningarnar verða svo 5. og 6. maí.

Hér eru nokkrar myndir úr Bót og betrun og með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.

Bót og betrun

Bót og betrun

Bót og betrun

Bót og betrun

Bót og betrun

Bót og betrun

Bót og betrun

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744