Lögreglan óskar eftir þyrlu til að leita að hvítabirninum

Í morgun ákvað lögreglan á Norðurlandi eystra að óska eftir því við Landhelgisgæsluna að þyrla myndi ásamt lögreglu fljúga að nýju yfir svæðið þar sem

Í morgun ákvað lögreglan á Norðurlandi eystra að óska eftir því við Landhelgisgæsluna að þyrla myndi ásamt lögreglu fljúga að nýju yfir svæðið þar sem tilkynnt var um ísbjörn á Melrakkasléttu í gær.

Er það gert í öryggisskyni en engin önnur tilkynning, en sú sem kom í gær, hefur borist lögreglu um björninn. 

Ekkert sást til bjarnarins í flugi LHG í gærkveldi.

Lögreglan vill árétta við fólk á svæðinu að ef að það verður vart við dýrið þá skal hafa samband við 112.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744