Lögreglan hvetur íbúa á Norðurlandi til að læsa útidyrahurðum

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra eru íbúar á Akureyri og Norðurlandi hvattir til að muna eftir að læsa útidyrahurðum á húsum sínum og

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra eru íbúar á Akureyri og Norðurlandi hvattir til að muna eftir að læsa útidyrahurðum á húsum sínum og íbúðum.

Og ef farið er af bæ að sjá til þess að gluggar séu lokaðir ef búið er á jarðhæð.

Ástæða þessarar tilkynningar er að lögreglunni hafa borist fréttir af óprúttnum aðilum á ferð um Norðurland. Eitthvað hefur verið um grunsamlegar mannaferðir og menn að grípa í hurðarhúna hjá fólki.

Lögreglunni hefur einnig borist tilkynningar af þeim banka á hurðir og spyrja furðulegra spurninga, væntanlega í þeim tilgangi að kanna hvort einhver sé heima.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744