LNS Saga styrkir Völsung

Í leikhléi á meistaraflokksleik kvenna milli Völsungs og Sindra, sem fram fór í gærkveldi, var skrifað undir styrktarsamning milli verktakafyrirtækisins

LNS Saga styrkir Völsung
Almennt - - Lestrar 362

Í leikhléi á meistaraflokksleik kvenna milli Völsungs og Sindra, sem fram fór á Húsavík í gærkveldi, var skrifað undir samstarfs- og styrktarsamning milli verktakafyrirtækisins LNS-Sögu ehf. og Íþróttafélagsins Völsungs.

Að sögn Guðrúnar Kristinsdóttur formanns Völsungs er samningurinn til eins árs og við félagið í heild sinni en þetta er stærsti styrktarsamningur sem undirritaður hefur verið á þessu ári við félagið.

Guðrún segir það alltaf ánægjulegt þegar fyrirtæki sjá hag sinn í því að styðja við íþróttafélagið og styrkja þannig í leiðinni það öfluga starf sem verið er að vinna innan Völsungs.

Á fésbókarsíðu LNS Sögu segir að markmið samningsins sé að styðja Völsung í íþrótta-og uppeldishlutverki sínu á Húsavík ásamt því að gera LNS Saga enn frekar sýnilega á Húsavík.

Leikurinn sjálfur var skemmtilegur og spennandi, mörg mörk skoruð en því miður skoruðu gestirnir einu marki meira.  Leiknum lauk 3-4 og skoruðu Amanda Mist Pálsdóttir og Dagbjört Ingvarsdóttir (2) mörk Völsungs.

LNS Saga styrkir Völsung

Guðmundur Þórðarson hjá LNS Saga og Guðrún Kristinsdóttir formaður Völsungs takast í hendur eftir að hafa undirritað samninginn.

Lovísa Björk Sigmarsdóttir. Ljósmynd HFB

Svekkkjandi tap fyrir Sindra á heimavelli. Ljósmynd Hilmar Freyr Birgisson.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744