Lítilsvirt félagsţjónusta

Fyrir liđlega sex árum tók ég ţá ákvörđun ađ flytja til Húsavíkur ţegar mér var bođiđ starf félagsmálastjóra í Norđurţingi. Ţađ var spennandi tilhugsun ađ

Lítilsvirt félagsţjónusta
Ađsent efni - Hjörvar Gunnarsson - Lestrar 900

Dögg Káradóttir
Dögg Káradóttir

Fyrir liđlega sex árum tók ég ţá ákvörđun ađ flytja til Húsavíkur ţegar mér var bođiđ starf félagsmálastjóra í Norđurţingi. Ţađ var spennandi tilhugsun ađ flytja aftur “heim”. Hér hafđi ég búiđ sem barn og unglingur og á margar góđar og skemmtilegar minningar frá ćskuárunum. Ţađ hefur veriđ lćrdómsríkt ađ kynnast uppeldisstađ sínum  og nú  sem fullorđin manneskja. Húsavík hafđi eđlilega breyst mikiđ á ţeim 40 árum sem liđin voru og ég ađ sjálfsögđu líka. Margt hafđi breyst  til betri vegar, fannst mér, en annađ ekki eins og gengur. Mér var afskaplega vel tekiđ og Húsvíkingar buđu mig innilega velkomna, ţađ ţótti mér vćnt um og vil ţakka fyrir.

Ţađ var gott ađ koma til starfa á félagsţjónustunni,  ţar vann skemmtilegur hópur sem ánćgjulegt var ađ vinna međ.  Alltaf var tilhlökkunarefni ađ mćta til vinnu á morgnana. Ţó verkefnin vćru oft á tíđum erfiđ og alvarleg var alltaf létt yfir okkur á féló og reyndar öllu starfsfólki Stjórnsýsluhússins. Virkilega skemmtilegur  og góđur vinnustađur og  vinnufélagar sem gaman var ađ vera nálćgt.

Ţađ varđ fljótlega ljóst eftir ađ nýr meirihluti tók viđ voriđ 2014 ađ ekki fór mikiđ fyrir áhuga hans á félagsţjónustunni enda höfđu strákarnir merkilegri hlutum ađ sinna, ţeir ţurftu ađ “bora í vegg”. Ţađ var kannski ekki úr háum söđli ađ detta fyrir félagsţjónustuna en ţó fann mađur alltaf í  tíđ fyrri meirihluta ađ virđing var borin fyrir félagsţjónustunni og  starfi félagsmálastjóra,  ţađ skipti máli hvađ hann sagđi og gerđi.

Hlutverk félagsţjónustunnar er ađ tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi íbúanna og hjálpa einstaklingum til sjálfshjálpar. Ţađ skiptir ţví miklu máli ađ sveitarfélagiđ geti lađađ til sín hćft starfsfólk  sem leggur metnađ sinn í  ađ leysa verkefni sín vel af hendi og veita góđa og heildstćđa ţjónustu. Međ faglegri og vandađri ţjónustu er lögđ áhersla á ađ réttur íbúanna sé alltaf ljós og einstaklingum sé ekki mismunađ.

Til ađ halda í gott starfsfólk ţarf vinnuumhverfiđ ađ vera hvetjandi og starfsmenn ţurfa ađ finna ađ á ţá sé hlustađ, ađ virđing og skilningur sé borin fyrir störfum ţeirra. Algjört skilningsleysi, stefnu- og áhugaleysi hefur ríkt í garđ félagsţjónustunnar á yfirstandandi kjörtímabili, bćđi hjá meirihlutanum og núverandi sveitarstjóra. Ţrátt fyrir ađ í meirihluta sitji flokkur sem kennir sig viđ félagshyggju, kvenfrelsi og samhjálp.

Ţađ hefur engum dulist sem fylgst hafa međ starfsmannamálum í Stjórnsýsluhúsinu ađ eitthvađ mikiđ er ţar ađ. Allir lykilstjórnendur, utan eins, hafa t.d. hćtt á ţessu kjörtímabili auk fjölda annarra starfsmanna. Ţađ segir sig sjálft ađ ţegar svona miklar mannabreytingar verđa á einum vinnustađ á stuttum tíma hlýtur eitthvađ mikiđ ađ vera bogiđ viđ stjórnunina. Baknag, klíkuskapur og eineltistilburđir voru t.d. látiđ viđgangast međ vitund sveitarstjóra og fyrrverandi starfsmannastjóra. Trúnađargögnum var lekiđ í ţeim tilgangi einum ađ gera félagsmálastjóra tortryggilegan, fyrrverandi starfsmannastjóri átti heiđurinn af ţví. Ţetta geta sérfrćđingar, sem undirrituđ fékk til liđs viđ sig vegna ţessara mála, stađfest. Á endanum gefst starfsfólk upp, en frćđimenn telja ađ örmögnun eđa kulnun orsakist ekki síst af  lélegri stjórnun á vinnustađ.

Ţessar miklu mannabreytingar hljóta ađ vera núverandi meirihluta mikiđ áhyggjuefni.

Mín einlćga ósk er sú ađ stjórnendum sveitarfélagsins beri gćfa til ađ taka hlutverki félagsţjónustunnar alvarlega, leggi metnađ sinn í hana, íbúunum til heilla og ađ stađiđ verđi viđ bakiđ á ţeim félagsmálastjóra sem vonandi tekst ađ ráđa sem fyrst.

Auglýst hefur veriđ eftir félagsmálastjóra og umsóknarfrestur  ítrekađ framlengdur en enginn sótt um sem talinn er hćfur. Mađur veltir ţví óneitanlega fyrir sér hvort ţađ sé tilviljun. Til ţess ráđs hefur veriđ gripiđ ađ fá verktaka ađ sunnan sem  ekki hefur séstaka reynslu í félagsţjónustu, ţó svo hann hafi talsverđa reynslu af sveitarstjórnarmálum, í starf félagsmálastjóra. Hann kemur hingađ til Húsavíkur tvo daga ađra hverja viku (örfáa daga í mánuđi) og sinnir félagsmálastjórastarfinu ásamt fjölmörgum öđrum verkefnum fyrir hin ýmsu sveitarfélög og ráđuneyti. Ţađ er borđleggjandi  ađ ţađ skapast ekki mikil samfella ţegar ţannig er ađ málum stađiđ, en kannski sýnir ţetta fyrirkomulag best hversu lítil virđing er borin fyrir ţessu starfi.

Kjörnir fulltrúar verđa ađ  átta sig á ţví hversu gríđarlega mikilvćg félagsţjónustan er og hversu miklu máli hún skiptir ţegar einstaklingar  ákveđa hvar ţeir ćtla ađ setja sig niđur, ala börnin sín upp, lifa lífi sínu og njóta efri áranna. Félagsţjónustan er ekki síst mikilvćg á ţessum tímum ţegar miklar breytingar eru ađ verđa á samfélaginu og ég tala nú ekki um ef taka á á móti flóttafólki, ţá reynir mest á félagsţjónustuna af öllum ţjónustusviđum sveitarfélagsins.

Ég vil ţakka öllu ţví góđa fólki sem ég hef unniđ međ og kynnst ţau ár sem ég hef búiđ hér og starfađ. 

Dögg Káradóttir,

fyrrverandi félagsmálastjóri.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744