Lemon Húsavík opnar í júní

Samloku- og djússtaðurinn Lemon mun opna í Orkuskálanum á Húsavík í næsta mánuði.

Lemon Húsavík opnar í júní
Almennt - - Lestrar 600

Samloku- og djússtaðurinn Lemon mun opna í Orkuskálanum á Húsavík í næsta mánuði.

Lemon býður upp á ferskan og safaríkan mat matreiddan á staðnum úr besta möguleika hráefni. Hollar og góðar samlokur, vefjur, salat og djúsa. 

Um er að ræða sér­leyf­isstað en hjónin Anný Rós Guðmundsdóttir og Birkir Stefánsson standa að rekstrinum á Húsavík sem er í þeirra eigu. Húsnæðið er sem fyrr í eigu Skeljungs.

“Það er allt á fullu þessa dagana við breytingar á staðnum sem hefur staðið tómur um tíma. Okkur langar að opna á þjóðhátíðardaginn 17. júní ef allt gengur upp. Það ætti að ganga upp enda eru frábærir iðnaðarmenn að vinna á fullu við að klára þetta” segir Anný Rós sem er lærður þjónn og hefur mikla reynslu af þjónuststörfum. Birkir hefur starfað sl. þrjú ár hjá Rafeyri en var áður á sjó.

Anný Rós og Birkir koma frá Akureyri og eiga tvær stelpur. 

Anný, Birkir, Lilja Mist og Emma Rós

“Þær heita Lilja Mist 12 ára og Emma Rós 8 ára og  eru miklar fótboltastelpur sem hlakka mikið til að koma og kynnast krökkunum á Húsavík”. Segir Anný Rós sem starfaði við erlendar bókanir hjá Bílaleigu Akureyrar sl. tíu ár og fannst vera kominn tími á breytingar. Prufa eithhvað nýtt.

En af hverju Húsavík og Shellskálinn ?

"Já þetta er góð spurning, þetta kom þannig til að pabbi minn, Guðmundur, kom með þessa hugmynd í janúar. Hann var að vinna mikið á Húsavík með góðum mönnum og þar á meðal Einari rafvirkja (EGJ) og  frétti af þessu húsnæði sem stóð tómt. 

Eitthvað fannst pabba þetta vera góður staður og hringir í mig og segir “Anný ég held að þú ættir að opna Lemon eða eitthvað annað í þessu húsnæði á Húsavík”. Ekki fannst mér þetta nú vera góð hugmynd svona í þessu fyrsta símtali ef ég á að segja alveg eins og er.

En hann hætti ekki að hringja í mig og ég fór að hugsa þetta betur og hugsaði bara af hverju ekki Anný ? Fallegur og skemmtilegur bær þar sem mikið er búið að vera í gangi, uppsveifla þarna og mörg tækifæri. Og Lemon á Akureyri hefur gengið mjög vel eins og fyrir sunnan og fólki líkar greinilega vel það sem upp á er boðið. 

Manninum mínum leist líka mjög vel á þetta og var tilbúinn að taka stökkið með mér. Við fjölsyldan erum bara mjög spennt fyrir þessu og hingað erum við komin“ sagði Anný Rós að lokum en þess má geta að fjölskylduna vantar samastað til að búa á og ef einhver hefur íbúðarhúsnæði til leigur er bara að hafa samband við þau. 

 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744