Leiguverð hækkar á Húsavík

Gaumur, sjálfbærniverkefnið á Norðausturlandi, fylgist með þróun leiguverðs á Húsavík.

Leiguverð hækkar á Húsavík
Almennt - - Lestrar 281

Húsavík.
Húsavík.

Gaumur, sjálfbærniverkefnið á Norðausturlandi, fylgist með þróun leiguverðs á Húsavík.

Í tilkynningu segir að eingöngu sé fylgst með þróun leiguverðs á Húsavík þar sem of fáir þinglýstir leigusamningar eru á bakvið gögn annars staðar af Miðsvæðinu til að þær upplýsingar séu tækar til birtingar.

Með birtingu nýjustu gagna um þróun leiguverðs ná upplýsingar um leiguverð nú samfellt yfir 10 ára tímabil, frá 2011-2020.

Árið 2011 var leiguverð pr. fermetra 765 kr. Nú tíu árum síðar hefur verð pr. fermetra því sem næst tvöfaldast og er orðið 1.427 kr/m2. 

Leiguverð fyrir þriggja herbergja íbúð, 107 m2 að stærð er þá samkvæmt þessum upplýsingum að meðaltali um 152.000 kr. 

Hæst var verðið árið 2018, 1.553 kr/m2 en lægst árið 2012, 729 kr/m2.

Þróun leiguverðs má skoða í vísi 3.6. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744